Indversk kjúklingasúpa

Matarmikil og yndisleg!

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 msk Olía
  • 1 Laukur, saxaður
  • Börkur af 1/2 sítrónu, fínrifinn
  • 3 Hvítlauksrif, pressuð
  • 600 g Kjúklingabringur, skornar í litla bita
  • 2 Kjúklingakraftur
  • 400 ml Kókosmjólk
  • 4 msk Söxuð kóríanderlauf
  • 1 Sætar kartöflur, skorin í teninga
  • 1 l Vatn, blandið með kjúklingakrafti til að búa til kjúklingasoð
  • 400 g Soðnar kjúklingabaunir
  • 0.25 tsk Chayenne pipar
  • 1 msk Karrý
  • 1 stk Salt

    Leiðbeiningar

    1. Mýkið kartöfluteningana í potti í olíunni í nokkrar mínútur.Bætið lauknum útí og hrærið þar til hann fer að mýkjast Blandið þá sítrónuberki og hvítlauk saman við ásamt chayenne-pipar. Látið krauma í 2-3 mínútur.

    2. Setjið kjúklingabitana saman við og steikið með í nokkrar mín. Stráið karrý yfir og hrærið vel í nokkrar mínútúr. Hellið kjúklingasoðinu yfir og lárið suðuna koma upp. Bragðbætið með salti og sjóðið í 4-6 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.

    3. Látið renna af kjúklingabaununum og hellið þeim ásamt kókosmjólkinni útí pottinn og sjóðið í 6-8 mín eða þar til bauninrnar eru orðnar heitar.

    4. Stráið söxuðum kóreanderlaufum yfir súpuna og berið fram strax með góðu naanbrauði.