Hollari hafrabitar með hnetusmjöri og súkkulaði

Gerir um 10 -12 stk í 2 skömmtum

50 mín

2
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1.5 bolli Haframjöl
  • 250 g Hnetusmjör
  • 175 g Síróp
  • 200 g Súkkulaði
  • 3 msk Hnetusmjör

    Leiðbeiningar

    1. Látið hnetusmjör og hlynsíróp saman í pott og hitið við vægan hita þar til það hefur blandast vel saman.

    2. Bætið þá OTA haframjöli saman við.

    3. Látið blönduna í form með smjörpappír og þrýtið niður. Geymið.

    4. Bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni súkkulaði og hnetusmjöri.

    5. Hrærið vel saman og látið yfir hafrablönduna.

    6. Frystið í 30 mínútur og takið þá úr frysti og skerið í teninga. Geymist í frysti.