Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju

Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og það áreynslulaust.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 600 g Risarækjur
  • 400 g Saxaðir tómatar
  • 1 rauðlaukar, skorinn í fína strimla
  • 4 Hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 2 msk Pestó
  • 1 msk Rifinn parmesanostur
  • 2 dl Hvítvín
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 msk Söxuð steinselja
  • 400 g Pasta tagliatelle
  • 1 stk Pipar
  • 1 stk Salt

    Leiðbeiningar

    1. Setjið hvítlauk og lauk á pönnu með jómfrúarolíu og mýkja. Tómötum, hvítvíni, pestó og parmesanosti bætt við, piprað vel og soðið í ca. 2 mínútur. 1/2 sítróna kreist yfir. Sett til hliðar. (Það er hægt að geyma þetta í marga klukkutíma).

    2. Pasta soðið og skelfiskur steiktur við góðan hita með smá ólífuolíu, t.d. risarækjur (með/án skel), hörpuskel, humar eða kræklingur.

    3. Þegar pastað er tilbúið er öllu blandað saman. Steinselju stráð yfir að lokum.

    4. Borið fram með auka parmesan og hvítlauksbrauði. Hægt er bæta við grænmeti, t.d. kúrbít eða papriku, eða nota aðrar kryddjurtir.