Himneskur pastaréttur í hvítlaukssósu
Einföld og góð uppskrift sem tekur enga stund að elda!
20 mín
3
skammtar
2.044 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.044 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 250 g Pasta
- 5 hvítlauksrif, pressuð
- 1 teningur kjúklingakraftur
- 180 ml Mjólk
- Rifinn parmesan
- 2 msk Smjör
- 2 msk Hveiti
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Bræðið smjör í potti og léttsteikið hvítlaukinn í 1 mín.
Bætið hveiti saman við og hrærið stöðugt.
Hellið kjúklingasoði og mjólk saman við og hrærið. Látið malla þar til sósan er farin að hitna. Bætið ríflegu magni af rifnum parmesan saman við.
Smakkið til með salti og pipar.
Sjóðið pasta skv leiðbeiningum á pakkningu. Bætið saman við sósuna.