Heit rjómaostaídýfa - Eðla

Þessi uppskrift er í samstarfi við vini mína hjá gott í matinn, eitthvað sem flestir þekkja en passar svo vel í þessa eurovision viku. Það er lítið mál að bæta fleiri hráefnum við eðluna, eins og stökku beikoni, grilluðum kjúkling, jalapeno, svörtum baunum, oreganó eða hverju sem ykkur dettur í hug - en einfalda útgáfan stendur alveg fyrir sínu.

25 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400 g Rjómaostur
  • 1 stk Salsa sósa
  • 1 stk Ostur
  • 1 stk Nachos flögur
  • 1 stk Ostasósa
  • 1 pakki Beikon
  • 1 pakki Kjúklingur
  • 1 stk Jalapeno

    Leiðbeiningar

    1. Setjið rjómaost í botn á eldföstu móti. Ef formið er lítið þarf ekki heila dós af rjómaostinum.
    2. Dreifið næst úr salsa sósunni yfir rjómaostinn, magn fer eftir smekk.
    3. Hellið rifnum osti yfir.
    4. Ídýfan er svo hituð í ofi í 20 mínútur við 200° og þá er hún tilbúin. Berið fram með uppáhalds nachos-flögunum ykkar.