Hátíðarbakkinn
Einhver sagði einu sinni við mig að gráðaostur og piparkökur væru hin fullkomna tvenna svo það er að sjálfsögðu vel við hæfi að nýta aðventuna til þess að prófa þá samsetningu. Það er gaman að nota hringlaga disk/bakka og útbúa nokkurs konar krans úr hráefnunum þegar hátíðirnar nálgast líkt og hér er gert.
20 mín
8
skammtar
5.973 kr.
Setja í körfu
Hráefni
5.973 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 2 stk Hvítmygluostar
- 1 stk Havartí ostur
- 1 pakki Hráskinka
- Salami nokkrar sneiðar
- Möndlur
- 1 stk Kex
- 5 stk Mandarínur
- 250 g Vínber
- 1 stk Epli
- 400 g Jarðaber
- 1 stk Gráðostur
- Makkarónur
- 1 stk piparkökur
- 2 x mildur hvítmygluostur
- Gráðaostur
- Ostateningar (havartí)
- 1 bréf hráskinka
- Nokkrar sneiðar af salami
- Makkarónur
- Möndlur
- Kex
- Mandarínur
- Vínber
- Epli
- Jarðarber
- Piparkökur
- Skerið niður epli og havartí ost.
- Finnið hringlaga bakka og útbúið nokkurs konar krans úr öllum hráefnunum.
- Raðið smá hér og þar, reynið að raða þétt og halda hringlaga mynstrinu eins og unnt er.
- Gott er að setja litla skál í miðjuna og raða upp að henni, hafa síðan jafn mikið bil frá kantinum að utanverðu. Síðan fjarlægja skálina í miðjunni áður en bera á bakkann fram.
Leiðbeiningar
Hátíðarbakki
*Innihald: *
Aðferð: