Hafrapönnukökur

Þessar eru einfaldar, hollar og góðar. Það tekur um 10 mínútur að útbúa þær!

15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 stk Bananar
  • 2 dl Haframjöl
  • 2 msk Jógúrt
  • 1 tsk Lyftiduft
  • 1,5 tsk Vanilludropar
  • 2 msk kókosolía
  • 2 stk Egg

    Leiðbeiningar

    1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða blandara þangað til þetta er orðið að mjúku þunnu deigi.

    2. Hitið olíu á pönnu og setjið deigið á pönnuna, miðast við lófastærð. Þegar það eru farnar að myndast loftbólur er tími á að snúa pönnukökunum við. Berið fram með sýrópi og ferskum ávöxtum.