Hægeldað lambalæri með ofnbökuðu grænmeti!
Hérna kemur uppskrift af lambalæri með hátíðarívafi, ferkt rósmarin & grænmeti látið bakast með lærinu í pott gerir kjötið einstaklega gott á bragðið, berið fram með góðum kartöflum og sósu.
3 klst 25 mín
5
skammtar
4.271 kr.
Setja í körfu
Hráefni
4.271 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- Ferskt rósmarin
- 1 stk Krydd
- 1 stk Olía
- 5-6 stk gulrætur
- 2 stk laukar skorin í grófa bita
- Spergilkál skorið niður
- 5-6 hvítlauksrif sett heil í pottinn
- 10-15 stk kartöflur skornar niður gróft
- Lambalæri 3-4kg
- Byrjið á að stilla ofninn á 140 gráður hita
- Finnið til stóran kjötpott eða gott eldfast form fyrir herlegheitin
- Leggið lærið í pottinn og veltið því upp úr olíu og Lamb Islands kryddinu
- Skerið niður gróflega ferskt gærnmeti sem ykkur langar að bera fram með, varist að skera gænmetið of smátt.
- Setjið smá vatn eða um 2-3 dl í botninn á pottinum, álpappír yfir eða lokið pottinum, setjið í ofninn og leyfið lærinu að eldast í 3-4 klst, fer aðeins eftir þyngd á lærinu hverju sinni.
- Þegar um 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum er álpappírinn eða pottlokið fjarlægt af og rósmarín greinum stungið vítt & dreift í pottinn. Hækkið hitann upp í 200 gráður þannig næst puran stökk og góð. 7.Leyfið lærinu að standa í um 15-20 mínútur áður en það er borið fram.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.
Aðferð:
Njótið vel !