Gúrm cesar salat með penne pasta
Ferskt og gott salat sem slær í gegn!
20 mín
4
skammtar
6.783 kr.
Setja í körfu
Hráefni
6.783 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Salat
- 900 g Kjúklingalundir
- 250 g Penne pasta
- 600 g Romain salat
Parmesan dressing
- 230 g Majones
- 3 Hvítlauksrif, pressuð
- 1 tsk Dijon sinnep
- 1 tsk Rauðvínsedik
- 60 g Rifinn parmesan
- Pipar
- 2 msk Sítrónusafi
Setjið olíu á pönnu og hitið. Látið kjúklinginn á pönnuna og saltið og piprið. Steikið þar til hann er eldaður í gegn.
Sjóðið pastað skv leiðbeiningu á pakkningu.
Blandið öllum hráefnum fyrir dressinguna saman.
Rífið salatið niður í skál. Bætið pasta og kjúklingi saman við.
Blandið hluta af dressingunni vel saman við. Setjið afganginn í skál og berið fram með salatinu.
Stráið parmesanosti yfir allt og berið fram.