
Guðdómleg perubaka
Eftirréttabökur eru hinn fullkomni eftirréttur. Hann er ofurauðvelt að gera og slær ávallt í gegn. Fyrir þá sem vilja má skipta út perum fyrir epli. Allt eftir hentugleik hvers og eins.
1 klst
4
skammtar
1.258 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.258 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Baka
- 6 Perur
- 1 tsk Vanilludropar
- 1.5 tsk Kanill
- 0.25 tsk Múskat
- 0.25 tsk Salt
Mulningur
- 100 g Smjör við stofuhita
- 75 g Hveiti
- 40 g Haframjöl
- 50 g Sykur
- 100 g Púðursykur
- 50 g Pekanhnetur, saxaðar
- 0.25 tsk Salt
Afhýðið perur og skerið í sneiðar. Látið í skál ásamt vanillu, kanil, múskati og 1/4 tsk salti. Blandið vel saman.
Hellið perunum í smurt eldfast mót.
Blandið smjöri, hveiti, haframjöli, sykri, púðursykri, pekanhnetum og salti saman í skál. Hnoðið vel saman með höndunum þar til deigið er orðið þétt í sér. Myljið yfir perurnar.
Bakið í 180°c heitum ofni í 45 mínútur eða þar til orðið brúnt á lit og stökkt.
Takið úr ofni og kælið í 5-10 mínútur.
Berið fram með rjóma, vanilluís og jafnvel karamellusósu.