Grillaðir kjúklingaleggir & maískorn sem hittir í mark !

Fátt er sumarlegra en grillaðir bbq kjúklingaleggir! Hérna kemur einföld uppskrift á grillið....maískorn brætt með hvítlaukssmjöri og parmesan osti er eitt besta meðlæti sem þú smakkar.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1600 gr kjúklingur
  • 1 BBQ sósa
  • 2 stk Maísstönglar
  • 1 stk Kjúklinga krydd
  • 1 stk Hvítlaukssmjör
  • 1 stk Parmesan ostur

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni sem þarf í uppskriftina.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að leggja kjúklingaleggina í fat, smyrjið þá með BBQ sósu og kryddið svo með dásamlega kjúklingakryddinu sweet and smoke bbq chicken.
    2. Grillið leggina vel og passið að skola fatið á milli.
    3. Þegar búið er að loka leggjunum vel er gott að setja þá aðeins í ofninn við 200 gráður í 10 mínútur.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að smyrja maískorn stönglana upp úr hvítlaukssmjöri.
    2. Leggið þá í eldfast form og inn í ofn við 180 gráður í um 25 mínútur ( mörgum þykir betra að hafa þá stökka heldur en of soðna).
    3. Takið stönglana úr opninum þegar um 4-5 mínútur eru eftir og stráið smá parmesan osti yfir þá og setjið aftur í ofninn í stutta stund.

    Verði ykkur að góðu!