Grillaðar samlokur

Brakandi ferskar samlokur, fullar af hollu áleggi. Henta vel í kvölmatinn og líka í nesti daginn eftir.

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki Samlokubrauð
  • 1 stk Sinnepsósa
  • 1 pakki Beikon
  • 1 pakki Ostur í sneiðum
  • 1 pakki Tómatar
  • 1 poki Franskar kartöflur
  • 1 stk Salat haus

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að setja 2 msk af smjöri á pönnu, hitið pönnuna aðeins
    2. Leggið brauðsneiðarnar á pönnuna, beggja vegna þannig að þær verði aðeins stökkar
    3. Steikið smá beikon á pönnu þar til það verður stökkt
    4. Leggið ost á brauðsneiðarnar, kálblað, tómat og stökka beikonið
    5. Veljið sósu sem að ykkur þykir góð, pítusósu, sinnepsósu eða hvítlaukssósu svo eitthvað sé nefnt
    6. Berið samlokurnar fram með frönskum kartöflum