
Grænmetis Enchiladas
Léttur og bragðgóður grænmetisréttur sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Það má að sjálfsögðu setja meira grænmeti í réttinn og þá t.d. rauða papriku, blómkál og brokkolí.
40 mín
4
skammtar
2.904 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.904 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 4 dl Maísbaunir
- 50 g Jalapeno
- 4 stk Hvítlauksrif, kramin
- 0.5 tsk Cumin
- 200 g Gratínostur
- 200 g Vorlaukur, saxaður
- 8 stk Tortillur
- 400 ml Taco sósa
- 2 stk Kúrbítur
- 1 msk Ólífuolía
Stillið ofninn á 200°
Brúnið kúrbítsteningana í 1 msk. af olíu.
Bætið maísbaunum saman við ásamt jalapeno, hvítlauki og cumini og steikið í stutta stund
Takið af hellunni og látið aðeins kólna.
Blandið þá helmingnum af ostinum saman við ásamt vorlauknum. Hrærið og smakkið til með salt og pipar
Takið til eldfast form og penslið með olíu eða smjörklípu.
Setjið um 1 góðan dl af grænmetisblöndunni inn í hverja tortillu og rúllið upp.
Leggið í fatið. Hellið tacósósunni jafnt yfir og sáldrið restinni af ostinum ofan á.
Bakið í um 25 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.