“Gnocchi alla sorrentina”

Gnocchi er ekki vel þekkt meðal íslendinga en það er svo sannarlega kominn tími til að við kynnumst þessu hráefni því það er að alveg himneskt. Gnocchi eru litlar deigkúlur sem eru notaðar í stað pasta en eru ögn seigari. Á ítalíu er þessi réttur ofast borinn fram sem forréttur en einnig sem meðlæti. Í Gnocchi er oftast notað semolina, hveiti, egg, kartöflur og brauðmylsnur. Gnocchi di patate er að mestu unnið úr kartöflum.

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 400 g fínhakkaðir tómatar
  • 40 g parmesan, rifinn
  • 130 g Mozzarella
  • Basilíka
  • 500 g Gnocchi di patate
  • 2 msk Ólífuolía
  • 1 stk Salt

    Leiðbeiningar

    1. Hitið olíu í potti og bætið hvítlauki saman við. Hrærið stöðugt og eldið þar til hann hefur fengið gylltan lit. Takið úr pottinum og geymið.

    2. Setjið tómatana og salt í pottinn. Eldið við meðalhita í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Bætið nokkrum laufum af basilíku saman við og takið af hitanum.

    3. Sjóðið gnocchi skv leiðbeiningum á pakkningu (2 mín)

    4. Takið vatnið frá og hellið tómatsósunni og helming, af parmesan og hvítlauknum saman við og blandið öllu saman.

    5. Setjið í ofnfast mót og skerið mozzarella niður og setjið yfir ásamt afganginum af parmesan. Setjið í 210°c heitan ofn þar til osturinn er bráðinn.