
Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Hvort sem við segjum pulsur eða pylsur þá er þetta uppskrift sem kemur skemmtilega á óvart!
30 mín
4
skammtar
3.409 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.409 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 msk Smjör
- 1/2 laukur, saxaður
- 4 stk Pylsur/pulsur, skornar í bita
- 1 hvítlauksrif, pressuð
- 1 msk Sesamolía
- 500 g Soðin hrísgrjón
- 2 egg, léttþeytt
- 2 msk Soyasósa
- 1 Vorlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
Bræðið smjör á pönnu við meðalhita.
Bætið lauk og pulum út á pönnuna og steikið í 4-5 mínútur. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið í 1-2 mínútur.
Bætið sesamolíu út á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Setjið þá hrísgrjónin saman við.
Hrærið öllu saman í nokkrar mínútur.
Ýtið blöndunni til hliðar á pönnunni og bætið eggjum út á hana og hrærið þau. Þegar þau eru farin að steikjast blandið þá saman við hrísgrjónablönduna.
Setjið soyasósu saman við og hrærið vel og stráið vorvorlauk yfir allt.