
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði
1 klst 35 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1.25 bolli Haframjólk
- 15 g Þurrger
- 525 g Hveiti
- 100 g Hrásykur
- 2 tsk Kanill
- 0.25 bolli Kókosolía
- 160 g 70% súkkulaði
- 0.5 tsk Salt
- 1 stk Egg
- 1 stk Egg til þess að pensla með
Hitið haframjólkina upp í 37°C. Setjið gerið út í og hrærið aðeins. Látið bíða í 5 mín eða þangað til það fer að freyða.
Setjið öll þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum
Setjið mjólkina ásamt geri saman við, kókosolíu og egg og hrærið þar til deigið er aðeins farið að loða saman. Setjið þá súkkulaðið saman við og látið vélina vinna í 5 mín á rólegum hraða.
Takið krókinn af, hnoðið deigið í kúlu og setjið aftur í skálina og plastfilmu yfir.
Látið hefast í 45 mín.
Mótið 12-14 bollur og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.
Hitið ofninn í 45°C og úðið vel að innan með vatni. Úðið yfir bollurnar og setjið þær í ofninn og látið hefast í ofninum í 20 mín.
Takið plötuna útúr ofninum og stillið hann á 200°C, þeytið egg með gaffli og penslið yfir bollurnar á meðan ofninn er að hitna.
Bakið bollurnar í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar.