Doré draumur
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 290 g Sykur
- 45 g Hveiti
- 1.5 tsk Lyftiduft
- 60 g Flórsykur
- 1 stk Barón 56% suðusúkkulaði
- 2 stk Rjómi
- 1 stk Karamellukurl
- 11 stk Egg
- 45 g Kartöflumjöl
- 60 g Doré karamellusúkkulaðidropar
Leiðbeiningar
Hráefni
Svampbotn • 3 egg • 100 g sykur • 45 g hveiti • 45 g kartöflumjöl • 1 1⁄2 tsk. lyftiduft
Marengs • 4 eggjahvítur • 190 g sykur
Súkkulaðifylling • 4 eggjarauður • 60 g flórsykur • 60 g Síríus Barón 56% suðusúkkulaði • 60 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar • 350 ml rjómi
Rjómi, skraut og samsetning • 500 ml rjómi (þeyttur) • 50 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar • Síríus karamellukurl
Leiðbeiningar
Svampbotn 1. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. 2. Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft og bætið varlega saman við. 3. Setjið bökunarpappír í botninn á 22-24 cm smelluformi og smyrjið formið vel. Hellið blöndunni í formið og bakið við 175°C í 15-20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
Marengs 4. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér. 5. Teiknið 18-20 cm hring á bökunarpappír og dreifið jafnt úr marengsblöndunni innan hringsins. 6. Bakið við 100°C í tvær klukkustundir og leyfið að kólna í ofninum.
Súkkulaðifylling 7. Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan þykkist og lýsist. 8. Bræðið Barón og Doré súkkulaðið, leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur og blandið því næst varlega saman við eggjablönduna. 9. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
Rjómi, skraut og samsetning 10. Þeytið rjómann og bræðið súkkulaðið. 11. Setjið svampbotninn á kökudisk. Setjið helming þeytta rjómans á svampbotninn og svo helming súkkulaðifyllingarinnar þar ofan á. 12. Marengsinn kemur því næst og svo restin af rjómanum og súkkulaðifyllingunni í sömu röð og áður. 13. Að lokum má dreifa brædda súkkulaðinu ofan á súkkulaðikremið ásamt karamellukurli. Kælið kökuna vel, helst yfir nótt.