
Döðlugott með trönuberjum & kókosflögum
Dásamleg útfærsla af hinum vinsæla döðlugotti!
55 mín
8
skammtar
3.341 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.341 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 400gr Döðlur steinlausar
- 250gr Smjör
- 125gr Púðursykur
- 100gr Kókosflögur
- 100gr Trönuber
- 300gr suðusúkkulaði
- Smá gróft salt til að strá yfir í lokin
- 2-3 bollar Rice krispies
- Byrjið á því að skera dölurnar smátt.
- Setjið smjörið, döðlurnar og púðursykurinn saman í pott og blandið vel saman við vægan hita og þangað til að döðurnar eru farnar að mýkjast vel.
- Bætið rice crispies, trönuberjum og karamellu kókosflögum saman við blönduna.
- Blandan fer því næst í form með bökunarpappír undir, þrýstið blöndunni vel niður í formið.
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, hellið yfir blönduna og stráið grófu salti og kókosflögum yfir súkkulaðið.
- Kælið, skerið niður í litla bita og berið fram.
Leiðbeiningar
Aðferð :