Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Mig langar svo oft í hamborgara en fæ leið á þessum "hefðbundnu". Hér er skemmtilegt twist með beikoni og mozzarella.

25 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Tómatsalsa

  • 3 tómatar, smátt skornir
  • 1/2 paprika, smátt skorin
  • 1/4 rauðlaukur, smátt saxaður
  • Notið steinselju eftir smekk, saxaða
  • 4 Hamborgarar
  • 8 sneiðar af beikoni
  • 2 stk Hamborgarabrauð
  • 1 stk Hamborgarasósa
  • 1 stk Hamborgarakrydd
  • 1 stk Pipar
  • 1 stk Salt
  • 1 msk Ólífuolía

    Leiðbeiningar

    1. Þrýstið botni á litlu glasi í miðju borgaranna svo það myndist smá hola. Kryddið borgarana með salti, pipar og/eða hamborgarakryddi.

    2. Skerið mozzarellaostinn í litla bita og setjið í holuna.

    3. Vefið 2 beikonsneiðar um hliðar hvers borgara.

    4. Grillið eða steikið þar til þeir eru tilbúnir og beikonið stökkt. Hitið brauðin ef þið notið þau.

    5. Gerið tómatsalsa: Skerið papriku, tómata, rauðlauk og steinselju smátt og blandið saman í skál ásamt 1 msk af ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.

    6. Berið borgana fram með tómatsala, frönskum, sósu, grænmeti og hamborgarabrauði.