Daim og karamellu smákökur
Stökkar, góðar og bókstaflega bráðna í munni.
20 mín
6
skammtar
3.324 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.324 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 230 g Mjúkt smjör
- 170 g Sykur
- 150 g Púðursykur
- 2 Egg
- 200 g Daim-kúlur
- 100 g Haframjöl
- 1 msk Matarsódi
- 220 g Hveiti
- 2 tsk Vanilludropar
- 2 dl Karamellusósa
Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið eggjunum saman við, eitt í einu. Svo er karamellusósunni og vanilludropunum bætt saman við og allt hrært vel saman. Bætið síðan Daim, haframjöli, matarsóda og hveiti saman við og hrærið öllu vel saman.
Ef þið hafið tök á kælið í ísskáp í um það bil klukkutíma áður en kökurnar eru bakaðar.
Setjið kökurnar á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 180°c í ofn í 12-15 mín.