Chili Con Carne

Bragðmikill, einfaldur og góður heimilismatur, berist fram með soðnum hrísgrjónum & sýrður rjóma.

50 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 200 ml Chili sósa
  • 1 stk rauður chjili
  • 1 stk laukur saxaður
  • 1 stk Nautakraftur
  • 200gr fínsaxaður tómatar í dós
  • 70gr Tómatpúrra
  • 200gr hrísgrjón
  • 1 stk Sýrður rjómi
  • 500-600 gr Hakk ( nautahakk eða blandað hakk)
  • 400gr Baunir ( nýrna eða blandaðar)

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema olíu, salt og pipar. ** **Aðferð

    1. Skerðu lauk og ferskt chili smátt
    2. Hitaðu pönnu á meðal háum hita með ólífuolíu
    3. Bættu rauðlauks- og chilibitunum á pönnuna og steiktu í nokkrar mínútur áður en hakkinu er bætt saman við
    4. Settu heitt vatn úr krana ( 50 ml ) í skál. Settu nautakraftstening út í þannig hann leysist upp
    5. Bættu blöndunni saman við hakkið og leyfðu þessu að malla þangað til að vatnið er gufað upp og hakkið orðið ljósbrúnt í gegn
    6. Bættu við nýrnabaunum, chilisósu, maukuðum tómötum, tómatpúrru og hrærðu allt vel saman
    7. Leyfðu blöndunni að malla vel saman í um 15 mínútur
    8. Smakkaðu til með salti og pipar eftir smekk.

    Bæði er gott að bera Chili con carne fram með sýrðum rjóma, doritos og hrísgrjónum.