Burrata ostur með pestó, tómötum og furuhnetum
Þessi réttur er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Hentar vel sem forréttur í veislu eða jafnvel bara sem aðalréttur.
25 mín
2
skammtar
1.720 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.720 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Íslenskur burrata ostur
- 100 g Litlir tómatar
- 1 stk Grænt pestó
- 1 stk Furuhnetur, ristaðar
- 10 g Fersk basilika
- 1 stk Baguette
- 100 g Smjör
Hitið ofn í 200°C blástur.
Tómatarnir eru skornir í tvennt og penslaðir með olíu, salti, pipar og basil kryddi.
Baguette brauðið er skorið í sneiðar og penslað með bræddu íslensku smjöri og hvítlaukssalti.
Tómatarnir og brauðinu er raðað í ofnskúffu og hitað í um 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið aðeins brúnt og tómatarnir eldaðir.
Á disk fer Burrata osturinn, pestóið, tómatarnir og furuhneturnar. Til hliðar er gott að hafa auka furuhnetur og ferska basilíku.