
Burrata með pestó og fíkjum
30 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Burrata ostur
- 100 g Kirsuberjatómatar
- 3 msk Grænt pestó
- 20 g Furuhnetur
- 2 ferskar fíkjur
- 0.5 tsk Timian
Þurrristaðu furuhnetur á milliheitri pönnu, þar til þær eru farnar að taka á sig lit.
Taktu þær af pönnunni og leggðu til hliðar svo þær kólni.
Leggðu Burrata ostinn á miðjan matarplatta eða disk
Skerðu 2 fíkjur í fernt og tómatana í tvennt og raðaðu þeim kringum ostinn.
Láttu 3 msk (eða meira) pestó leka úr skeið á ostinn, tómatana og fíkjurnar. Settu síðan rest í litla skál og berðu það fram með réttinum
Stráðu fersku timian að smekk yfir diskinn og passaðu að hafa ekki of mikið.
Ef furuhneturnar eru orðnar kaldar dreifirðu þeim yfir diskinn líka eða setur í sérskál til hliðar ef einhver vill ekki hnetur.
Að lokum kryddar þú réttinn með flögusalti og svörtum pipar.
Berðu fram með nýju súrdeigsbrauði.
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar
ATH: Í þessa uppskrift vantar súrdeigsbrauð