
Burrata með bökuðum tómötum
50 mín
Setja í körfu
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Tómatar og Burrata
- 1 pakki Bragðgóðir tómatar
- 1 stk Íslenskur Burrata
Stökkar hnetur
- 3 msk Sykur
- 1 msk Smjör
- 200 g Valhnetur
Basilolía
- 10 g Fersk basilblöð
- 4 msk Ólífuolía
- 1 stk Hvítlauksrif
- 1 msk Vatn
- 1 tsk Chili flögur
Byrjið á að skera tómatana í tvennt, veltið upp úr ólífuolíu, salti og pipar og bakið við 170 gráður í um það bil 30-40 mínútur eða þar til þeir eru sætir og vel krumpaðir.
Setjið valhnetur, sykur og smjör á pönnu. Kveikið á meðalháum hita og hrærið í allan tímann á meðan smjörið og sykurinn bráðnar alveg og þekur hneturnar. Þetta tekur um það bil 10 mínutur.
Takið þá af hitanum, hellið hnetunum á bökunarpappír og látið kólna alveg.
Setjið öll innihaldsefnin í basilolíuna í blandara eða blandið saman með töfrasprota.
Smakkið til með salti og pipar.
Setjið réttinn saman.
Leggið burrata ostinn á fallegan disk og skerið kross í toppinn á ostinum þannig að hann opnist eins og stjarna.
Toppið með bökuðu tómötunum, hnetunum, vel af basilolíu og njótið.