Bragðmikil sveppasúpa
Þú verður ekki svikinn af þessari, dásamlega bragðmikil sveppasúpa.
50 mín
5
skammtar
3.030 kr.
Setja í körfu
Hráefni
3.030 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500gr sveppir
- 1,5 stk laukur
- 3 stk hvítlauksrif
- 3dl rjómi
- 2 dl mjólk
- 150gr villisveppaostur
- 2 stk grænmetisteningur
- Sneiðið sveppina, afhýðið laukinn og hvítlauksrifin og hakkið smátt.
- Steikið sveppina og hökkuðu laukana í nokkrar mínútur í stórum potti í smá olíu eða smjöri, það gefur extra gott bragð að nota smá smjör.
- Bætið 5 dl vatni, mjólk, rjóma og teningum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur.
- Skerið ostinn í fínar sneiðar og setjið í pottin, hrærið og látið bráðna saman við súpuna.
- Smakkið súpuna til og kryddið meir eða setjið auka tening ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta aðeins.
- Að lokum er töfrasproti settur í pottinn og sveppirnir maukaðir niður þannig að súpan verður slétt.
Leiðbeiningar
Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar & olíu.
Aðferð:
Tilvalið er að bera súpuna fram með heitum smábrauðum.