Bragðmikil sveppasúpa

Þú verður ekki svikinn af þessari, dásamlega bragðmikil sveppasúpa.

50 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500gr sveppir
  • 1,5 stk laukur
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 3dl rjómi
  • 2 dl mjólk
  • 150gr villisveppaostur
  • 2 stk grænmetisteningur

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar & olíu.

    Aðferð:

    1. Sneiðið sveppina, afhýðið laukinn og hvítlauksrifin og hakkið smátt.
    2. Steikið sveppina og hökkuðu laukana í nokkrar mínútur í stórum potti í smá olíu eða smjöri, það gefur extra gott bragð að nota smá smjör.
    3. Bætið 5 dl vatni, mjólk, rjóma og teningum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur.
    4. Skerið ostinn í fínar sneiðar og setjið í pottin, hrærið og látið bráðna saman við súpuna.
    5. Smakkið súpuna til og kryddið meir eða setjið auka tening ef ykkur finnst þurfa að bragðbæta aðeins.
    6. Að lokum er töfrasproti settur í pottinn og sveppirnir maukaðir niður þannig að súpan verður slétt.

    Tilvalið er að bera súpuna fram með heitum smábrauðum.