Bollur með vanillubúðing & hindberjum

Þessi bollu fylling er svo góð, hindber í bland við vanillubúðing og rjóma... ferskt og einstaklega bragðgott!

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500ml rjómi þeyttur
  • 1 pakki Royal vanillubúðingur
  • 1 lítri mjólk
  • 200gr súkkulaði ( til að pensla bollurnar að ofan)
  • 1 pakki Bollur
  • 1 askja fersk hindber

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Blandið vanillubúðing saman við mjólkina og kælið
    2. Byrjið á að þeyta rjóma
    3. Takið hindberin og stappið þau aðeins og blandið við rjómann
    4. Skerið bollurnar til helminga og setjið fyrst vanillubúðing í botninn, þar næst hindberja rjómann og svo smá kókosmjöl og lokið bollunni
    5. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og penslið súkkulaði á toppinn á bollunum og skreytið með ferskum hindberjum.