Bollur með kókosbollum, jarðarberjum og banana

Klassískar vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu, prófið að bæta við kókosbollur, jarðarberjum og bönunum.

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki kókosbollur
  • 1 bakki jarðarber
  • 3 stk bananar
  • 500ml rjómi
  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 1 pakki Bollur

    Leiðbeiningar

    Aðferð

    1. Byrjið á þeyta rjómann
    2. Skerið banana og jarðarber smátt og blandið vel við rjómann
    3. Skerið bollurnar til helminga og leggið á milli, kókosbollur 1/2 eins og þær koma skornar núna í pökkunum og rjómablönduna
    4. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og penslið toppinn á bollunum.