
Bollakökur með Dumle kremi
45 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 pakki kökumix
- Olía
- 500 gr smjörlíki ( mjúkt)
- 500gr flórsykur
- 100 ml rjómi
- Vanilludropar 2 msk
- 400gr dumle karamellur
- Kökuskraut
- 3 stk egg
- Bollakökuform
Leiðbeiningar
Hérna kemur uppskrift af ekta valentínusar bollakökum. Innkaupalistinn inniheldur allt sem þarf í uppskriftina.
Aðferð: Blandið saman Betty Crocker kökumixi í skál, ásamt olíu, vatni og 3 eggjum (sjá leiðbeiningar á bakhlið pakkans). Setjið í muffinst form, mér finnst gott að nota bollaköku-álbakka einnig undir formin til þess að kökurnar fletjist ekki út og haldist fallegri. Bakið í ofni við 180 gráður í um 18-20 mínútur (látið kólna áður en kremið er sett á). Kremið er næst sett saman með því að hræra saman í potti við vægan hita 400gr af dumle karamellum og 100ml af rjóma. Þegar þetta er búið að blandast vel saman er blandað lögð til hliðar og látin kólna. Þeytið saman 500gr smjörlíki (mjúkt) & 500 gr flórsykur ásamt 2 msk af vanilludropum. Blandið á á hröðustu hrærivélastillingunni í um 3 -4 mínútur þannig verður kremið létt eða ,,fluffy´´. Næst er Dumle blöndunni bætta saman við og öllu hrært vel saman. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á bollakökurnar, skreytið svo að vild.