Bleikt pasta með burrata

Rauðrófur eru frábærar! Fyrir utan það að gefa dásamlegan lit þá eru þær góðar fyrir alla og sérstaklega þá sem eru að æfa mikið, algjör ofurfæða. Talið er að rauðrófur geti hjálpað til við að lækka blóðþrýsting og minnkað bólgur í líkamanum. Rauðrófur eru stútfullar af trefjum, vítamínum og steinefnum. Svo er einfaldlega gaman að borða allt sem er bleikt og fallegt.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 220 g Forsoðnar rauðrófur
  • 150 g Kotasæla
  • 1 stk Safi úr einni sítrónu
  • 2 stk Hvítlauksrif
  • 2 stk Ferskur íslenskur burrata
  • 220 g Kjúklingabaunir
  • 1 tsk Kúmen
  • 500 g Pasta

    Leiðbeiningar

    Leiðbeiningar

    • Hellið kjúklingabaunum í sigti og takið safann frá, best er að reyna að taka mest af hýðinu af baununum.

    • Öllum innihaldsefnunum í sósuna er svo blandað saman í blandara eða matvinnsluvél.

    • Smakkið sósuna til og saltið ef þurfa þykir.

    • Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka.

    • Takið frá 1 bolla af pastavatni og setjið út í blandarann og blandað saman. Gott er að geyma smá auka pastavatn ef ykkur finnst vanta meira.

    • Hellið vatninu af pastanu þegar það er tilbúið og blandið sósunni saman við.

    • Þegar rétturinn er settur á hvern disk er gott að bera hann fram með ólífuolíu og smá salti og pipar svo hver og einn geti fengið sér á sinn disk.