BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Flottur matur til að gera þegar tíminn er af naumum skammti en ykkur langar engu að síður í eitthvað agalega gott. Tekur um 15 mínútur í gerð og hægt að dressa upp með einu hvítvínsglasi. Njótið!
20 mín
2
skammtar
6.440 kr.
Setja í körfu
Hráefni
6.440 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 600 g Kjúklingabringur, skornar í litla bita
- 5 msk Sæt BBQ sósa
- 2 Mangó, skorin í teninga
- 1 Paprika, skorin í bita
- 1/2 Agúrka, skorin í litla bita
- 1 Rauðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar
- 200 g Klettasalat
- 150 g Fetaostur
- 85 g Nachos flögur
Steikið kjúklinginn upp úr BBQ sósunni. Takið síðan til hliðar og kælið lítillega.
Setjið klettasalat, agúrku, papriku, rauðlauk, mangó og kjúklingabringurnar saman í skál. Hellið fetaostinum yfir og örlítið af olíunni. Ef þið viljið má svo mylja nachos flögur yfir.