Silicol meltingargel 500 ml
Kísill er næst algengasta frumefni jarðar á eftir súrefni. Sérstaða Silicol gelsins felst í því að það er framleitt sem þykkni sem talið er best til upptöku efnisins fyrir líkamann, en það er samsett úr útfelldri kísilsýru í örsvifi, bundinni við vatnsagnir.
Meltingavandamál verða oftast til vegna ertingu frá utanaðkomandi efnum sem valda brjóstsviða, flökurleika, magaverkjum, niðurgangi eða ógleði. Silicol gelið er vel þekkt fyrir verndandi og bætandi eiginleika sína við ýmsum meltingarvandamálum og hreinsun líkamans. Kísilsýran hefur þann eiginleika að hún bindur ertandi aukaefni og fjarlægir þau á eðlilegan hátt. Silicol gel dregur einnig úr gasmyndun.
Silicol gelið:
- Vinnur gegn brjóstsviða, bakflæði, ógleði, vindgangi, óþægindum í maga, niðurgangi og flökurleika
- Silicol gelið er CE skrásett sem "medical Device" - ss. vottað lækningatæki.
Notkunarleiðbeiningar: við óþægindum í maga er gott að taka eina matskeið (15 ml) af gelinu þrisvar sinnum á dag, óþynnt eða útþynnt með vatni. Gott er að hafa Silicol gel með sér í ferðalög þar sem breytt matarræði getur valdið meltingarvandamálum. Ef vandamál í maga hverfa ekki innan þriggja daga eftir að inntaka silicol gelsins hefst, leitið þá ráðgjafar hjá lækni.
Silicol gelið má gefa börnum eldri en 12 ára. Leitið samráðs við lækni ef gefið er yngri börnum.
Innihaldsefni: 3,5 g kísildíoxið í 100 ml af kísilsýru, rotvarnarefni (sorbínsýra (E200), natríumbensóat (E211)).