Innihaldslýsing:
Trönuber, Hibiscus og C vítamín.
Roseberry inniheldur trönuber, hibiscus og C vítamín sem gerir þvagið súrt sem hjálpar til við að halda þvagrásinni heilbrigðri en flestar bakteríur þrífast heldur illa í súru umhverfi. Hibiscus er staðlað ekstrakt en nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að það hjálpi til við að halda þvagrásinni heilbrigðri og er því góður kostur í Roseberry.
Til að árangur náist af því að nota trönuber við kvillum tengdum blöðru þarf minnst 36 mg. af extrakti úr plöntuefninu proanthocyanidin (PAC). Í Roseberry vörunni eru 36mg af virka efninu í aðeins 2 töflum.
Hvað getur þú gert til að bæta og styrkja bakteríuvarnir þvagfæranna?
- Með því að drekka mikið af vatni daglega má auka gegnumstreymi í þvagfærunum og þar með auka líkurnar á að bakteríurnar endi þar sem við viljum hafa þær: í klósettinu!
- Súrt þvag er ekki ákjósanlegt umhverfi fyrir bakteríur. Með inntöku á C vítamíni eða öðrum náttúrulegum sýrum sem skiljast út með þvagi er bakteríunum gert erfitt fyrir.
- Þekkt leið er að neyta safa eða þykknis úr trönuberjum og hibscus sem styrkir líkamann með víðtækari hætti. Rannsóknir hafa sýnt að coli bakteríur tapa hæfninni til að festast við slímhúð þegar þessara jurtaefna er neytt. Þannig má ná fram enn meiri áhrifum með klósettferðunum.
Notkun:
2-3 töflur fyrir svefninn. Taka á töflurnar með glasi af vatni.
Dreifingaraðili: Distica
Innflutningsaðili: Artasan
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.