Real Techniques Face Base set
Real Techniques grunnburstasettið inniheldur fjóra andlitbursta sem henta einstaklega vel í að blanda förðunarvörurnar þínum á einfaldan hátt. 256 Ultra Buff er nýr bursti sem er einstaklega góður í að blanda farðavörur. 257 er þéttur lítill bursti sem hentar vel í hyljara. 258 er þéttur flatur bursti sem hentar vel í farða og aðrar kremvörur, eins til þess að skyggja andlitið. 402 Setting Brush er einn vinsælasti burstinn frá Real Techniques en hann hentar einstaklega vel í púður og highlight. Berið grunninn á húðina, blandið út hyljara, byggið upp skyggingar og púður eins og fagmenn með Face Base Settinu. Þetta sett hefur allt sem þú þarft til að búa til óaðfinnanlegan grunn sem endist út daginn. Burstarnir henta einstaklega vel með krem- og púðurvörum. Burstarnir eru 100% cruelty free og vegan. Auðvelt er að þrífa burstana með Real Techniques brush + sponge hreinsisápunni.