1. Hvernig fæ ég aðgang að rafbókunum mínum eftir kaup?

Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu smella á Tools valmyndina efst til hægri á skjánum og velja Redeem Codes. Næst skalt þú slá inn aðgangskóðann úr staðfestingarpóstinum þínum og smella á Redeem. Nú er hægt að lesa bókina.

2. Get ég fengið aðgang að rafbókunum mínum á hvaða tæki sem er?

Efnið þitt verður fáanlegt í gegnum Bookshelf, sem er ókeypis rafbókalesari. Hægt er að nálgast Bookshelf í gegnum netvafra eða forrit á flestum tækjum. Til að athuga hvort tækið þitt sé samhæft við Bookshelf, smelltu hér https://support.vitalsource.com/hc/en-us/categories/360001056774#360002383594.

3. Hvernig stofna ég nýjan reikning í Bookshelf?

Til að stofna nýjan reikning í Bookshelf, farðu á bookshelf.vitalsource.com, skrifaðu nafn þitt og netfang og settu upp lykilorð. Þegar þú hefur staðfest að þú samþykkir notkunarskilmálana og persónuverndarstefnuna skaltu smella á Create.

4. Hvar finn ég innlausnarkóðann minn fyrir Bookshelf?

Bookshelf innlausnarkóðinn þinn verður sendur til þín í staðfestingartölvupósti eftir að þú hefur keypt af Heimkaup.is. Innlausnarkóðinn mun birtast í tölvupóstinum undir titli bókarinnar sem þú keyptir og verður tuttugu stafa tölustafakóði.

5. Hvernig innleysi ég VitalSource kóða?

Búðu til nýjan reikning og skráðu þig inn á Bookshelf Online á https://bookshelf.vitalsource.com. Næst skaltu smella á Tools valmyndina efst til hægri á skjánum og velja Redeem Codes. Sláðu inn innlausnarkóðann þinn í kóðareitinn og smelltu á Redeem. Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir bókasafnið þitt að endurnýjast.

Athugið: Ef þú ert að skrá þig inn með iOS tæki verður þú að innleysa kóðann í gegnum Bookshelf Online í vafranum þínum áður en þú opnar hann í appinu.

6. Af hverju hef ég ekki aðgang að rafbókinni minni?

Ef þú hefur ekki aðgang að rafbókinni þinni í Bookshelf, vinsamlegast athugaðu að þú hafir slegið inn réttan innlausnarkóða. Ef þú ert enn í vandræðum eftir að hafa staðfest að kóðinn þinn sé réttur, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma: 539-3535 eða á samband@heimkaup.is

7. Get ég hlaðið niður rafbókinni minni til að lesa hana án nettengingar?

Já, notendur sem hlaða niður Bookshelf appinu í tækin sín geta lesið rafbækur sínar án nettengingar.

8. Hversu lengi get ég haft aðgang að rafbókinni minni?

Heimkaup.is veitir rafbækur í gegnum VitalSource, sem býður upp á ævilangan aðgang að rafbókinni þinni. Frá og með 15. júní 2021 munu bækur með ótímabundið rafbókaleyfi hafa fimm ára netaðgang. Á þessum tíma hefur þú ótakmarkaðan aðgang að bókinni þinni í gegnum Bookshelf á netinu. Hins vegar getur þetta breyst eftir að ótímabundna leyfið á netinu er útrunnið. Öll bein niðurhöl sem þú hefur gert á þeim tíma í tækið þitt í gegnum Bookshelf appið verður áfram tiltækt, jafnvel eftir að ótímabundna leyfið á netinu er útrunnið. Fyrir frekari upplýsingar um æviaðgang, vinsamlegast smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan. https://support.vitalsource.com/hc/en-us/articles/360020219694-What-is-Lifetime-Access-.

9. Hvernig endurnýja ég rafbókaleiguna mína?

Þegar leigutími rafbókarinnar þinnar rennur út verður bókin ekki lengur tiltæk á netinu eða í Bookshelf aðganginum þínum. Til að endurnýja rafbókaleiguna þína skaltu fara inn á Heimkaup.is og leigja bókina aftur.

10. Hvað er ePUB?

ePub er rafbóka skráarsnið. ePub er stutt af flestum rafbókalesendum, sem gerir það að ákjósanlegu rafbókasniði fyrir titla okkar.

11. Hvernig bý ég til tilvitnun í Bookshelf?

Innan Bookshelf finnurðu tilvitnunareiginleika í efnisyfirlitinu. Veldu táknið More options (…) efst til hægri á skjánum.