Pestó kjúklingur

Einn tveir og elda réttirnir innihalda öll hráefni fyrir tvo ásamt uppskrift með auðveldum “skref fyrir skref” leiðbeiningum. Það eina sem þú þarft að eiga er olía, salt og pipar.
Basilpestó marineraðar kjúklingabringur með ofnbökuðum kartöflum og grænmeti, salatosti og döðlum, klárt beint í ofninn.
Fjarlægið allt plast, leggið kjúklingabringurnar á grænmetið og bakið við 180°c í 30-40 mínútur. Eldunartími getur verið breytilegur eftir ofnum.
Innihald:
Marineraðar kjúklingabringur (kjúklingabringur, pestó marinering (ólífuolía, repjuolía, KASJÚHNETUR, klettasalat, parmesan ostur (MJÓLK, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E1105)), basilíka, salt, pipar)), grænmetisblanda (sætar kartöflur, kartöflur, kúrbítur, paprika, rauðlaukur, ólífuolía, salt, pipar), grænt pestó (ólífuolía, repjuolía, KASJÚHNETUR, klettasalat, parmesan ostur (MJÓLK, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E1105)), basilíka, salt, pipar).
Næringargildi í 100 g:
- Orka 494KJ / 118kcal
- Fita 4,8g
- þar af mettuð fita 0,5g
- Kolvetni 9,7g
- þar af sykurtegundir 2,0g
- Trefjar 1,4g
- Prótein 9,5g
- Salt 0,50g