Penzim gel

Náttúrulegur íslenskur húðáburður með öflugum próteinkljúfandi trypsín-ensímum. Nærandi, græðandi og rakagefandi áburður sem hefur sefjandi áhrif á ýmis óþægindi í húð
Hrein íslensk húðvara sem þú getur treyst!
PENZIM® Gel er nærandi og rakagefandi og hentar vel fyrir:
· Þurra og hreistraða húð
· Fyrir og eftir rakstur
· Bólur
· Útbrot
· Kláða
· Sólbruna
· Flugnabit ofl.
PENZIM® er vinsæl heilsuvara sem hefur verið á íslenskum markaði síðan 1999. Varan hefur breiða virkni og er sérlega hentug til að meðhöndla þurra og viðkvæma húð og óþægindi af völdum ýmissa húðkvilla og vinnur gegn myndun öra eftir sár.
Fjölmargir notendur PENZIM® hafa lýst því hvernig varan hefur hjálpað þeim gegn ýmsum þekktum húðvandamálum.
PENZIM® inniheldur virk náttúruleg sjávarensím, Penzyme sem unnin eru úr Norður-Atlantshafs þorskinum sem veiddur er úti fyrir ströndum Íslands. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif Penzyme® á sáragræðingu.
Notist 2-3 sinnum á dag eða eftir þörfum.
PENZIM er fyrir alla fjölskylduna
Hrein íslensk húðvara sem þú getur treyst – PENZIM í 20 ár
Innihaldslýsing
PENZIM® Gel: Glýseról, vatn, sorbitól, trypsín (Penzyme®), alkóhól, carbomer, trómetamól, ediksýra og kalsíumklóríð.
Uppgötvun verndandi ensíms úr íshafinu
Á áttunda áratug síðustu aldar tók íslenski vísindamaðurinn Jón Bragi Bjarnason prófessor eftir því að starfsfólk í fiskvinnslu var með óvenju heilbrigða og mjúka húð á höndunum. Þar sem fólkið starfaði við að hreinsa fisk hefði mátt halda að húðin á höndunum hlyti að vera sprungin og fleiðruð. Var eitthvað í fiskinum sem verkaði verndandi? Svarið var já. Rannsóknarhópurinn gat sýnt fram á að í sumum kuldaaðlöguðum sjávarlífverum er ensím með góða verndandi eiginleika. Þróunarvinnan leiddi svo smám saman til alþjóðlegs einkaleyfis á kuldaaðlagaða sjávarensíminu trypsíni. Ensímið er unnið sem hliðarafurð við þorskvinnslu og veldur því ekki álagi á vistkerfi sjávar.
Magn: 50 ml