Omega 3 fiskiolía með sítrónubragði 240 ml
Omega-3 fiskiolía er framleidd úr fiskitegundum sem eru auðugar af Omega-3 fitusýrum. Omega-3 frá LÝSI inniheldur ekki vítamín og má því taka með þorskalýsi og öðrum tegundum lýsis.
Áhrif Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA, hafa verið rannsökuð ítarlega og niðurstöður rannsóknanna birst í vísindaritum víða um heim. Jafnframt er oft fjallað um jákvæða eiginleika þeirra í fjölmiðlum.
Omega-3 fitusýrur hafa einnig góð áhrif á hjarta- og æðakerfi auk þess að gegna mikilvægu hlutverki við uppbyggingu heila og miðtaugakerfs.
Notkunarleiðbeiningar: 1 teskeið á dag (5 ml)
Innihald í 1 dagskammti: 736 mg EPA (Omega-3 fitusýrur), 460 mg DHA (Omega-3 fitusýrur)
Innihald: Omega-3 fiskiolía, sítrónubragðefni, þráavarnarefni (náttúruleg tókóferól).
Inniheldur fiskiafurðir
Ráðlagður dagskammtur af Omega-3 fitusýrum:
- Landlæknir ráðleggur að heildarfita veiti á bilinu 25-40% af daglegri heildar orku (E%) og byggir sú ráðlegging á ráðleggingum
um framlag mismunandi fitusýra. - Cis-fjölómettaðar fitusýrur ættu að veita 5-10% af heildarorku (E%), þar af ættu ómega-3 fitusýrur að veita að minnsta kosti 1% orkunnar
(E%).