Nesbú Lifræn 630 gr 1stk
Lífræn egg koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði. Í lífrænni framleiðslu mega mest vera 6 fuglar á hvern fermetra inni í stað 9 fugla á hvern fermeter í hefðbundinni framleiðslu. Fuglarnir skulu hafa aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en þó aldrei minna en 1/3 líftímans. Fuglar í lífrænni framleiðslu hafa auk þess frjálsan aðgang að rykbaði, hreiðri og setpriki innan dyra. Lífrænt vottuð framleiðsla fylgir ströngum gæðakröfum og er strangt eftirlit með því að þeim sé fylgt. Lífrænu vottunina þarf að endurnýja árlega. Vottunarstofan Tún ábyrgist vottunina og sér um eftirlit með henni bæði með skipulögðum heimsóknum sem og skyndiheimsóknum þar sem kannað er hvort allt sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.
Helstu þættir vottunarinnar eru:
- Fóðrið verður að vera lífrænt vottað, fóðurverksmiðjan sem framleiðir fóðrið er einnig með lífræna vottun. Við framleiðsluna má ekki nota eiturefni né tilbúinn áburð.
- Í lífrænni ræktun er rými fuglana inni 50% meira.
- Fuglarnir hafa aðgang að útisvæði og eiga kost á að fara út að minnsta kosti 1/3 líftíma síns. Útisvæði fuglana er 48.000 fermetrar eða um 5 hektara. Umfram reglur byggði Nesbúegg einnig vetragarð fyrir fuglana en vetrargarðurinn er yfirbyggður.
Nokkrar góðar ástæður til að velja Lífræn egg:
- Þú færð hreinni vöru þar sem fóðrið sem fuglinn fær er lífrænt sem þýðir t.d. að það óerfðabreytt og framleitt í sátt við umhverfið.
- Þú stuðlar að dýravelferð þar sem hænurnar eru lausar og njóta útiveru auk minni þéttleika í húsunum.
- Þú styður umhverfisvernd þar sem bændur sem rækta fóður nota ekki tilbúinn áburð og notkun eiturefna er bönnuð.
Þú getur treyst lífrænu eggjum frá Nesbúeggjum.