Mikado
Búið í bili
Láttu mig vita þegar varan kemur aftur Hið klassíska Mikado í handhægum trékassa.
Hver á ekki góðar minningar úr æsku að spila Mikado með góðum vinum? Nú er þitt tækifæri að rifja upp þetta klassíska spil með allri fjölskyldunni. Mikado kennir þolinmæði og þrautseigju á skemmtilegan hátt. Allir pinnarnir eru látnir falla niður og leikmenn þurfa að fjarlægja pinna úr hrúgunni án þess að hreyfa við öðrum pinnum. Fyrir hvern pinna fást stig, en misjafn fjöldi stiga fæst fyrir hverja tegund af pinna. Sá leikmaður sem er með flest stig í lok leiks sigrar.
- Aldur: 4+
- Fyrir 1 eða fleiri leikmenn