Imbue Curl Inspiring Leave In hárnæring
CGM vottað sprey sem inniheldur plöntuolíur sem blandaðar eru í léttu vatni til þess að bæta við góðum skammti af næringu.
Curl Inspiring næringarspreyið okkar er hannað fyrir krullur á bilinu 3A til 4C og inniheldur aðeins CGM vottað hráefni.
Ekki láta þessa léttu formúlu blekkja þig því spreyið inniheldur kókoshnetu-, cupuaçu- og kamelíuolíu til þess að næra, greiða úr flóka og endurlífga krullur af öllum gerðum án þess að þyngja þær.
Þetta fjölvirka sprey er hægt að nota í blautt hár til þess að næra og greiða úr flóka og móta án þess að þyngja krullurnar, en það er einnig hægt að nota það til þess að lífga upp á og gefa krullunum meiri fyllingu á degi tvö.
Fagnaðu og virtu mátt krullanna þinna með Imbue. Þetta snýst nefninlega ekki um að stjórna krullunum, heldur að gefa þeim innblástur.
Hristu fyrir notkun. Spreyjaðu á hreint, rakt hár til þess að gefa því auka raka og greiða úr flóka. Láttu þorna eða blástu með dreifara. Spreyið má líka nota í þurrt hár. Spreyjaðu jafnt yfir hárið og klíptu það upp til þess að endulífga og endurmóta annars, þriðja eða fjórða dags krullur.
Innihald: Aqua (Water/Eau), Glycerin, Propylene Glycol, Glyceryl Stearate, Steareth-21, Steareth-2, Hydrolyzed Wheat Protein, Triticum Vulgare (Wheat) Bran Extract, Triticum Vulgare (Wheat) Germ Oil, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Cocos Nucifera (Coconut) Oil, Theobroma Cacao (Cocoa) Seed Butter, Theobroma Grandiflorum Seed Butter, Hydrolyzed Corn Protein, Hydrolyzed Soy Protein, Camellia Oleifera Seed Oil, Helianthus Annuus (Sunflower) Seed Oil, Panthenol, Tocopherol, Cetrimonium Chloride, Parfum (Fragrance), Cetyl Alcohol, Sodium PCA, Cetearyl Nonanoate, Hydroxypropyl Oxidized Starch PG-Trimonium Chloride, Polyquaternium-37, Ethylhexyl Isononanoate, Linoleic Acid, Sodium Lactate,Sodium Chloride, Lactic Acid, Sodium Hydroxide, Sodium Benzoate, Phenoxyethanol, Linalool, Limonene, Hexyl Cinnamal, Alpha-Isomethyl Ionone, Citronellol, Benzyl Alcohol, Geraniol, Sodium Benzoate.