Ethique varasalvarnir eru umhverfisvænir, nærandi og mýkjandi varasalvar sem ilma yndislega
Næstum 200 milljón plastumbúðum utan af varasölvum er hent á hverju ári og meirihluti þeirra umbúða endar ekki í endurvinnslu!
Varasalvarnir næra, mýkja og vernda varirnar þínar með jójóba-, laxer- og morgunfrúarolíu ásamt fullt af kakósmjöri
Við prófun á varasölvunum okkar fundu 94% strax mun á vörunum sínum!
Varasalvarnir:
- Juicy: blóðappelsína og vanilla
- Pepped Up: kælandi piparmynta
- Sugarplum: litaður varasalvi með mildum piparmyntuilm
Varsalvarnir eru svo góðir að þú munt aldrei gleyma hvar þú skildir þá eftir!
Þessir varasalvar eru ekki bara góðir fyrir varirnar þínar, heldur líka fólk og jörðina
Gott fyrir jörðina – varasalvinn kemur í 100% plastlausum umbúðum sem má setja í moltugerð.
Gott fyrir fólk – hjá Ethique er lagt mikið kapp á að afla innihaldsefna sem framleidd eru með sjáflbærum hætti frá stöðum eins og Rwanda og Samoa. Með því að versla beint við framleiðendur/bændur er hægt að auka gagnsæi sem tryggir öruggari innkomu fyrir þau og betri vinnuskilyrði.