Curaprox Perio Plus Balance CHX 0.05 munnskol
Búið í bili
Láttu mig vita þegar varan kemur aftur 
Verndandi munnskol með flúor (0,05% flúor og 0,05% klórhexidín) til daglegrar notkunar.
Minnkar myndun tannsýklu og herðir tannglerung.
Hefur ekki áhrif á náttúrulegan lit tannanna
Án alkóhóls
Ef daglegri tannhreinsun er ábótavant getur efnafræðileg vörn verið nauðsynleg viðbót. Chlorhexidin eyðir og heldur niðri bakteríuskáninni (tannsýklu) og kemur í veg fyrir frekari myndun hennar í 8-12 klst. með örþunnri himnu á tönnum og slímhúð.
Við langvarandi notkun Chlorhexidin-munnskols verða tennur oft brúnleitar. CURASEPT® inniheldur hins vegar ADS-kerfið (Anti Discoloration System) sem lágmarkar þessa litun, auk þess að koma í veg fyrir óæskileg bragðáhrif.