Risarækjur eru algjört sælgæti hvort sem er í forrétt, aðalrétt, sem partýsnakk eða út í pastað. Galdurinn er að leyfa þeim að marinerast í sólhring inn í ísskáp áður en þær eru eldaðar. Það má nota allskonar snilld til að marinera svo sem marmelaði og chillíflögur, mangó-chutney og kóríander eða bara olíu með góðri kryddblöndu svo sem fajitas - eða cajun.
Hráefni
- 1 pakki risarækjur ( sirka 350 g)
- 2 msk olífuolía
- 1/ sítróna
- 1/2 tsk chillí flögur
- 1 msk cajun krydd
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 box picollo tómatar eða aðrir smátómatar
- Grillpinnar
Aðferð
- Skolið rækjurnar og þerrið.
- Kreistið safan úr sítrónunni og hvítlaukinn saman í skál.
- Bætið olíunni og kryddinu saman við.
- Setjið rækurnar út í og geymið í loftþéttum umbúðum í 2-3 tíma - helst sólahring.
- Látið grillpinnana liggja í vatni í 30 mín svo ekki kvikni í þeim.
- Þræðið rækjurnar og tómatana upp á.
- Grillið á háum hita í sirka 3-4 mín á hvotrri hlið eða þar til rækjurnar verða hvítar þa lit.
- Berið fram með léttri hvítlaukssósu og mangósalasa.