Þetta "pasta" er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég vil minnka við mig hveiti. Það hentar vel eitt og sér, með kjötbollum eða sem nesti. Og trúðu mér þetta er ótrúleg leið til að borða heilan kúrbít á korteri.
Hráefni
- 1 stór kúrbítur eða tveir minni
- 1 lífræn sítróna (má einnig nota sítrónuolíu)
- Góð olívuolía
- 1/2 dl ristaðar kasjúhnetur
- 1 box picollo tómatar
- 1/2 hálf paprika
- 1 gulrót
- 1 dl söxuð fersk basilika
- 1/2 grænt epli
- 1 lúka klettasalat
- salt
Aðferð
- Þvoið grænmetið vel. Best er að nota grænmetisskrúbb á kúrbítinn.
- "Yddið" kúrbítinn og gulrótina með grænmetisyddara eða notið ostaskera til að gera þunnar sneiðar og skerið svo í strimla. Setjið hann í skál með eldhúspappír og kreistið nokkrum sinnum til að ná vatni úr.
- Saltið kúrbítinn - ekki of mikið.
- Setjið kúrbítinn neðst í skálina, ásamt eplum og klettasalati, því næst gulrót, svo papriku, tómata, hnetur og basílíku.
- Setjið sítrónuna í sjóðandi vatn í stuttan tíma (ca. 30 sek) til þess að ná vaxi og óhreinindum af berkinum.
- Raspið börkinn af hálfri sítrónu út í olíuna.
- Setjið tómatana, basilikuna og hneturnar út á.
- Hellið sirka 1 msk af olíu yfir.
Mangósósa
Sumum finnst betra að hafa kremaða sósu með - þá er þessi dúndur:
2 dl frosið mangó
1 dl appelsínusafi
1 dl kasjúhnetur
1 dl olífulía
1/ 2 tsk salt
100 g spínat
Allt sett í blandara. Geymist í 4 daga í lokaðri krukku.