Einföld og góð ostakaka með ferskum berjum.
Hráefni
- 240 gr Homeblest
- 60 gr smjörlíki eða smjör
- 400 gr rjómaostur
- 1/2 líter rjómi
- 3 dl flórsykur
- Fersk bláber
- Fersk jarðaber
Aðferð
- Myljið kexið í blandara eða setjið í poka og berjið með kefli þar til orðið alveg að mylsnu
- Bræðið smjör/líki og blandið við kexið
- Þjappið ofan í eldfast mót en best er að nota form eða mót fyrir kökuna, þ.e ekki sem á að taka hana úr
- Þeytið næst rjómaost og flórsykur saman og þeytið svo rjómann sér
- Blandið svo ofurvarlega saman, með sleikju, þeytta rjómanum og rjómaostinum þar til orðið vel blandað saman
- Setjið svo ostablönduna yfir kexmylsnuna jafnt yfir allt varlega
- Skerið svo niður ber og dreifið jafnt yfir kökuna
- Mér finnst rosa gott að setja smá súkkulaðispænir yfir allt en þess þarf ekki
- Hægt er að bera strax fram en best er að kæla hana í eins og eina klst í ísskáp áður en hún er borin fram jafnvel lengur.