Fullkomin eftirréttur til að bera fram í páskaboðinu.
Hráefni
Döðlukaka
- 250 gr döðlur
- 3 dl sjóðandi heitt vatn (soðið)
- 100 gr mjúkt smjör
- 130 gr púðursykur
- 2 egg
- 150 gr hveiti
- 150 gr dökkir súkkulaðidropar
- 1/2 tsk salt
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk vanilludropar
Heit saltkaramella
- 120 gr smjör
- 100 gr púðursykur
- 1 dl rjómi
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk salt
Aðferð
Döðlukaka
- Hitið ofninn á 180 °C blástur
- Sjóðið 3 dl af vatni og hellið því sjóðandi heitu yfir döðlurnar ásamt súkkulaði og vanilludropum og leggið til hliðar
- Hrærið í hrærivél saman mjúku smjöri og sykrinum þar til létt og ljóst og skafið með köntum
- Bætið þá út í einu eggi í einu þar til er orðið loftkennt og ljóst
- Maukið nú döðlurnar með vatninu og súkkulaðinu í, í blandara/matvinnsluvél eða stappið vel saman með gaffli (vatnið á að vera með) og bætið út í deigið ásamt hveiti, salti og matarsóda
- Hrærið nú allt vel saman en ekki of mikið, bara þar til deigið er rétt blandað saman. Smyrjið 26 cm kökumót og hellið deiginu í það og bakið í 30 mínútur
- Gerið karamellusósuna á meðan
Karamellusósan
- Setjið smjör í pott og bræðið við vægan hita
- Bætið þá sykrinum og restinni af hráefnunum út í pottinn og látið byrja að sjóða
- Hærið af og til í sósunni og látið sjóða í eins og 5-10 mínútur
- Berið kökuna fram volga með vanilluís og heitri karamellusósunni