Þessi réttur er tilvalinn réttur til að bera fram í veislum með ristuðu brauði. Þá er best að setja réttinn ofan á ristað brauð eða gott baguette brauð og setja svo sósuna ofan á.
Réttur og sósa er borið fram í sitthvoru lagi og brauð með. Svo púsla gestirnir þessu sjálfir saman á disknum sínum.
Hráefni
- 1 Dós sveppir
- 400-600 gr rækjur
- 1 rauð paprika
- 1 græn paprika
- 1 pakki af Bachelors karrrýgrjónum
- 1 dós maísbaunir
- 2 tsk arómatkrydd
- 1 tsk karrý
- 1 tsk hvítlauksduft
Sinnepsósan
- 125 gr mayones
- 125 gr sýrður rjómi með graslauk (í græna boxinu)
- 3 msk sætt sinnep
- 2 msk hunang
- Örlítið arómat
- Ferskur graslaukur ef vill en má sleppa
Aðferð
- Sjóðið grjónin eftir leiðbeinungum á pakka og kælið
- Skerið paprikurnar smátt
- Afþýðið rækjurnar með því að setja þær í sigti undir heita vatnsbunu og þerrið svo vel á eldhúspappa
- Skerið sveppina aðeins smærri en þeir eru í dósinni (ekki nota safann af sveppunum)
- Blandið svo öllu saman í stóra skál og kryddið með kryddunum
Sinnepsósan
- Hrærið öllu vel saman og kryddið
- Klippið graslauk svo smátt ofan í ef vill.