Hérna kemur uppskrift af dásamlegri sósu sem er tilvalin með páskalambinu.
Hráefni
- 15-25 gr smjör til steikingar á sveppunum
- 1 askja sveppir
- 4 marin hvítlauksrif
- 25 gr smjör fyrir sósuna sjálfa
- 25 gr hveiti
- 5 dl nýmjólk
- 3 dl soðið vatn
- 1 peli rjóma
- 1 stk sveppasoðteningur (knorr)
- 1 pakki rauðvínssósa (bara duftið ekki gera sósu úr henni)
- 1 pakki sveppasósa (bara duftið beint úr pakkanum)
- 1 msk sykur
- salt
Aðferð
- Skerið sveppina í þunnar sneiðar og merjið hvítlauksrifin
- Bræðið 15-25 gr af smjöri á pönnu
- Setjið sveppina út á pönnuna og brúnið vel
- Lækkið hitann undir sveppunum og bætið mörðum hvítlauksrifjunum út á og saltið, steikjið saman örstutt við vægan hita og hrærið vel í á meðan, laukurinn má bara rétt mýkjast og slökkvið svo undir
- Þegar sveppirnir eru tilbúnir setjið þá til hliðar
- Setjið næst 25 gr af smjöri í pott og bræðið
- Bætið þá hveitinu út í og hrærið stöðugt í svo myndist þykk smjörbolla
- Hellið svo soðna vatninu út á og hrærið stöðugt í á meðan
- Nú er komin þykkur smjörgrunnur og í hann er bætt við lambakraftinum, mjólkinni og rjómanum
- Setjið næst duftið úr pakkasósunum út í og hrærið vel í á meðan
- Bætið svo við einni msk af sykri og sveppunum
- Leyfið að malla vel saman í eins og lágmark 15 mínútur