Lambalæri með ofnbökuðu grænmeti, fullkomin páskamatur sem eflaust margir munu bjóða upp á yfir páskana.
Hráefni
Lambalæri
- Lambalærið
- 1 stk lambalæri (c.a 1,5-2 kg)
- Salt og pipar
- Bezt Á Lambið kryddið
- 2 tsk þurrkað rósmarín
Aðferð
- Byrjið á að salta og pipra lambið vel allan hringinn bæði undir og yfir
- Setjið svo Bezt Á Lambið kryddið létt yfir
- Að lokum strái ég þurrkuðu rósmarín yfir allt í litlu magni
- Bakið í ofni við 200°C blástur í 1,5 klst jafnvel ögn lengur eftir því hversu rautt þið viljið hafa kjötið.
Ofnabakað grænmeti
- 1 stór bökunarkartafla
- 1 stór sæt kartafla
- 4-5 gulrætur
- 1 rauðlaukur
- 1 græn paprika
- Ólífuolía
- Rósmarín
- salt
- pipar
Aðferð
- Skerið allt grænmetið smátt niður og setjið á bökunarplötu með smjörpappa
- Hellið olíu vel yfir allt grænmetið og saltið, piprið og kryddið með þurrkuðu rósmarín
- Nuddið nú öllu vel saman og bakið við 190°C blástur í eins og 1 klst.