Ilmandi góð fiskisúpa fyrir 4-6. Gott er að bera súpuna fram með góðu brauði en einnig er hún dásamleg ein og sér.
Hráefni
- 1 stk. laukur
- 3 hvítlauksrif
- 3 gulrætur
- 1 rauð paprika
- 1 dós kókosmjólk
- 340 g chili tómatsósa
- 100 g tómatpúrra
- 500 ml vatn
- 500 ml rjómi frá Gott í matinn
- 400 g þorskur
- 200 g lax
- 350 g rækjur (eða minna og nota risarækjur á móti)
- Karrí
- Cayenne pipar
- Salt
- Pipar
- Fiskikrydd
- Fiskikraftur
- Ólífuolía til steikingar
Aðferð
- Saxið niður lauk og hvítlauk og steikið upp úr vel af olíu og karrí þar til þeir fara að mýkjast.
- Skerið gulrætur og papriku í strimla og bætið út í pottinn, kryddið með salti og pipar.
- Þegar grænmetið er tekið að mýkjast er kókosmjólk, chili sósu, tómatpúrru, vatni og rjóma hellt saman við, blandað vel og leyft að malla á meðan fiskurinn er skorinn niður.
- Hér er gott að krydda súpuna til með ceyenne pipar, fiskikryddi og krafti.
- Þorskur og lax er skorinn í teninga og rækjurnar skolaðar.
- Hægt er að hafa aðeins hefðbundnar rækjur en einnig er gott að blanda með smá af risarækju.
- Þegar súpan hefur fengið að malla í 20-30 mínútur er hún hituð að suðu og fiskurinn (og risarækjurnar ef þið notið slíkar) settur saman við í 5-7 mínútur (eftir stærð bitanna).
- Að lokum er rækjunum bætt saman við, suðunni leyft að koma upp að nýju og þá er súpan klár!

Eftir Berglindi Hreiðarsdóttur